«Latest  ‹Forward   News item: 7276  Back›  Oldest» 

Börnin þurfa að njóta vafans
Iceland Created: 1 Mar 2017
Skólar ættu að sleppa því að nota þráðlaust net og láta landtenginguna duga, þetta segir Dariusz Leszczynski, rannsóknarprófessor við Helsinki-háskóla sem áður starfaði hjá Geislavörnum Finnlands. Þó að engar rannsóknir hafi enn sýnt fram á að heilsufarsógnir fylgi geislun frá þráðlausu neti hafa áhrifin ekki verið nógsamlega rannsökuð til þessa og börnin eigi alltaf að njóta vafans.
Leszczynski er meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Börn, skjátími og þráðlaus örbylgjugeislun sem Félag foreldra leikskólabarna stendur fyrir á Hótel Natura á morgun.
„Geislun er vandasamt umræðuefni,“ segir Leszczynski í símaviðtali við mbl.is á leið sinni til Íslands. „Það kemur reglulega upp í umræðunni hvort þráðlaust net, farsímaturnar og farsímar sé hættulegt börnum og fullorðnum.

Lestu alla greinina:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/02/23/bornin_thurfa_ad_njota_vafans/
Click here to view the source article.
Source: Morgunblaðið/Agnes Ingvarsdóttir

«Latest  ‹Forward   News item: 7276  Back›  Oldest»