«Latest  ‹Forward   News item: 7278  Back›  Oldest» 

Áhætta samfara skjánotkun ungra barna
Iceland Created: 1 Mar 2017
Hvorki snjallsíminn né spjaldölvan eru heppileg leiktæki fyrir börn undir sex ár aldri, því of mikil skjánotkun getur hindrað börn í að öðlast fullan þroska, segir bandaríski sálfræðingurinn dr. Catherine Steiner-Adair. Leikur í raunheimum er hins vegar besta leiðin fyrir að börn til að þroska öll skynsvæði heilans, en sé það ekki gert fyrir vissan aldur þá er engin leið að spóla til baka. Fullyrðingar um að börn nái ekki fullu valdi á tækninni ef þau kynnast ekki skjáumhverfinu ung eru hins vegar alrangar.
„Það er mikilvægt fyrir börn, sérstaklega börn undir sex ára aldri, að þroska öll skynsvæði heilans með því að taka að fullu þátt í heiminum í kringum okkur,“ segir Steiner-Adair. Hún er meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Börn, skjátími og þráðlaus örbylgjugeislun sem Félag foreldra leikskólabarna stendur fyrir á Hótel Natura í dag.
Bók hennar „The Big Disconnect: Protecting Childhood and Family Relationships in the Digital Age“ hefur hlotið mikið lof, en Steiner-Adair sem flytur fyrirlestur sinn í gegnum Skype segir mikla skjánotkun þeirra kynslóða barna sem nú eru að vaxa úr grasi hindra þroska þeirra að mörgu leiti.
Lestu alla greinina:
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2017/02/24/ahaetta_samfara_skjanotkun_ungra_barna/
Click here to view the source article.
Source: Morgunblaðið/Agnes Ingvarsdóttir

«Latest  ‹Forward   News item: 7278  Back›  Oldest»