«Latest  ‹Forward   News item: 7323  Back›  Oldest» 

Farsímar mögulegur áhættuþáttur krabbameina
Iceland Created: 26 Apr 2017
Farsímar mögulegur áhættuþáttur krabbameina
Þeir sem tala mikið í farsíma og hafa gert árum saman, geta verið í aukinni hættu á að fá heilaæxli. Þetta segir doktor í lýðheilsuvísindum. Ítalskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að mikil farsímanotkun hafi valdið því að stjórnandi í þarlendu fyrirtæki fékk góðkynja heilaæxli.
Ítalski dómstóllinn dæmdi manninum bætur vegna æxlisins. Landlæknisembættið hefur ekki varað fólk við því að nota farsíma og það gerir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki heldur.
Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, segir að talsvert margar rannsóknir hafi verið gerðar á tengslum farsímanotkunar og heilaæxlis. „Sem eru reyndar mjög misvísandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrslu 2011. Niðurstaðan var sú að farsímar væru mögulegur áhættuþáttur krabbameina,“ segir Lára.
Þeir sem tala mikið í farsíma og hafa gert árum saman, geta verið í aukinni hættu á að fá heilaæxli. Þetta segir doktor í lýðheilsuvísindum. Ítalskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að mikil farsímanotkun hafi valdið því að stjórnandi í þarlendu fyrirtæki fékk góðkynja heilaæxli.
Ítalski dómstóllinn dæmdi manninum bætur vegna æxlisins. Landlæknisembættið hefur ekki varað fólk við því að nota farsíma og það gerir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki heldur.
Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, segir að talsvert margar rannsóknir hafi verið gerðar á tengslum farsímanotkunar og heilaæxlis. „Sem eru reyndar mjög misvísandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrslu 2011. Niðurstaðan var sú að farsímar væru mögulegur áhættuþáttur krabbameina,“ segir
Þó kemur fram að ekki séu nægar upplýsingar fyrir hendi. Einnig sé erfitt að rannsaka farsímanotkun þar sem notkunin er afar útbreidd og því erfitt að finna samanburðarhóp þeirra sem ekki nota farsíma. Flestar rannsóknir horfi til tíðni heilaæxla. „Við sjáum það að í flestum löndum þar sem farsímanotkun hefur aukist mikið þá er í raun nýgengi eða tíðni ekki að aukast samhliða eins og menn hefðu kannski búist við ef það væru mikil tengsl þarna á milli,“ segir Lára.
Það er hins vegar ekki að ástæðulausu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segi að mögulega geti farsímanotkun valdið heilaæxli. „Nokkuð stór sænsk rannsókn, sem hefur verið í gangi lengi, hún sýndi fram á að þeir sem nota farsíma, sérstaklega þeir sem hafa notað farsíma í mörg ár og einnig talað mikið í farsíma, þeir eru í aukinni áhættu. Þannig jókst áhættan eftir því sem fjöldi klukkustunda, sem talað var í farsíma, var meiri og einnig eftir fjölda ára,“ segir Lára.
Ný rannsókn sýni aukna tíðni krabbameinsæxla
Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar og klínískur prófessor, bendir á að nýjar niðurstöður sem verða formlega kynntar í árslok 2017 gætu hugsanlega gefið tilefni til að athuga hvort rétt væri að endurskoða flokkun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Núna flokkar stofnunin bylgjur úr farsímum ekki sem staðfestan krabbameinsvald. Laufey segir nýju rannsóknarniðurstöðurnar byggja á mjög stórri bandarískri rannsókn á þúsundum rotta og músa. Þær fengu farsímabylgjur í níu klukkustundir á dag ævilangt. „Hluti dýranna var útsettur fyrir sama styrk og farsímar gefa frá sér, en hluti fékk mun meiri styrk. Í ljós kom lítilsháttar aukning á tiltekinni gerð æxla í heila og hjarta. Þetta er í fyrsta sinn sem líffræðilegar niðurstöður benda til mögulegs sambands og því verður þetta kannað mun betur,“ segir Laufey.
Lára bendir á að vísindamenn setji spurningamerki við mikla notkun barna á farsímum og séu jafnvel með þá á sér daglangt. „Við þurfum að vera vakandi fyrir þessu. Börn eru með hraðari frumuskiptingar og eru viðkvæm,“ segir Lára. Hún hvetur foreldra til að láta börn ekki sofa með snjallsíma og snjalltæki inni í sama herbergi og helst að reyna að venja þau á að þau séu ekki með tækin á sér liðlangan daginn.
Ekki geyma símann á náttborðinu
Bæði Lára og Laufey leggja til að fólk hagi farsímanotkun á sem áhættuminnstan hátt á meðan afdráttarlausar niðurstöður rannsókna liggja ekki fyrir. Skynsamlegt sé að hafa símann sem lengst frá líkamanum, „t.d. geyma hann ekki í vasanum og nota handfrjálsan búnað þegar talað er í hann, en styrkur rafsegulbylgna dvínar mjög hratt með aukinni fjarlægð frá bylgjugjafanum,“ segir Laufey. Þess vegna ætti fólk ekki að sofa með farsímann á náttborðinu.
By curtesey of Niels Eiríksson.
Click here to view the source article.
Source: Kristín Sigurðardóttir RUV

«Latest  ‹Forward   News item: 7323  Back›  Oldest»