«Latest  ‹Forward   News item: 7324  Back›  Oldest» 

Dómstóll rekur heilaæxli til farsímanotkunar
Iceland Created: 26 Apr 2017
Ítalskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að mikil farsímanotkun hafi valdið því að stjórnandi í þarlendu fyrirtæki fékk góðkynja heilaæxli..
Starfs síns vegna talaði maðurinn í síma í þrjár til fjórar klukkustundir á hverjum degi í fimmtán ár.
Dómurinn var kveðinn upp í bænum Ivrea á Norður-Ítalíu 11. apríl en var gerður opinber í gær. Ekki er ljóst hvort honum verður áfrýjað.

The Guardian segir frá.Manninum, hinum 57 ára gamla Roberto Romeo, var dæmdur slysalífeyrir frá ríkinu upp á 500 evrur á mánuði.
Hann sagðist fyrir dómi hafa verið nauðbeygður til að nota farsímann linnulítið til að tala við samstarfsmenn sína og skipuleggja vinnuna.
Í fimmtán ár var ég stöðugt í símanum, líka heima hjá mér og í bílnum, sagði Romeo.

Þegar hann fór að fá loku fyrir hægra eyrað í tíma og ótíma leitaði hann til læknis og þar kom æxlið í ljós
Sem betur fer var það góðkynja en ég heyri hins vegar ekkert lengur af því að það þurfti að fjarlægja úr mér heyrnartaugina, er haft eftir Romeo.

Vísindarannsóknir hafa flestar skilað þeirri niðurstöðu að venjuleg farsímanotkun sé hættulaus fólki.
Stöku rannsóknir hafa hins vegar bent til þess að mjög mikil notkun geti verið varasöm og sérfræðingar hafa sagt að of snemmt sé að kveða upp úr með heilsufarsáhrifin enda sé farsímatæknin enn tiltölulega ný af nálinni.
Click here to view the source article.
Source: Stígur Helgason RUV

«Latest  ‹Forward   News item: 7324  Back›  Oldest»