«Latest  ‹Forward   News item: 7277  Back›  Oldest» 

Snjallsíminn ekki góð barnfóstra
Iceland Created: 1 Mar 2017
Töluvert er um að foreldrar nýti spjaldtölvur og snjallsíma sem barnfóstru til að hafa ofan af fyrir börnum eða róa þau niður og jafnvel dæmi um að börnum sé réttur snjallsími til að hafa ofan af fyrir þeim á meðan skipt er um bleyju.
Bandaríski sálfræðingurinn Catherine Steiner-Adair, telur slíka skjánotkun hins vegar ekki af hinu góða. Steiner-Adair var meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Börn, skjátími og þráðlaus örbylgjugeislun sem Félag foreldra leikskólabarna stóð fyrir á Hótel Natura í gær. Bók hennar „The Big Disconnect: Protecting Childhood and Family Relationships in the Digital Age“ hefur hlotið mikið lof, en Steiner-Adair sem flutti fyrirlestur sinn í gegnum Skype segir mikla skjánotkun þeirra kynslóða barna sem nú eru að vaxa úr grasi hindra þroska þeirra að mörgu leyti.
„Eitt af því mikilvægasta sem við kennum börnum okkar og sem við þurfum að halda áfram að kenna þeim í gegnum alla æskuna er hæfnin til að takast á við vonbrigði, að hugga sig sjálf og róa sig niður,“ segir Steiner-Adair. Þetta felur að hennar sögn m.a. í sér að syngja með börnum og spjalla við þau til að hafa ofan af fyrir þeim í röðinni við kassann í búðinni eða á langri ökuferð. Hún segir þessi samskipti vera mikilvægan hluta af sambandi foreldris og barns, enda eigi börn erfitt með að læra í skóla ef þau hafa ekki lært að þróa með sér þolinmæði og bíða þess að röðin komi að þeim.
Lestu alla greinina:
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2017/02/25/snjallsiminn_ekki_god_barnfostra/
Click here to view the source article.
Source: Morgunblaðið/Agnes Ingvarsdóttir

«Latest  ‹Forward   News item: 7277  Back›  Oldest»